Þjónustugjöld í heilsugæslu

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 19:06:59 (3101)

1998-01-27 19:06:59# 122. lþ. 52.9 fundur 41. mál: #A þjónustugjöld í heilsugæslu# (breyting ýmissa laga) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[19:06]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér þætti fróðlegt að heyra afstöðu hæstv. ráðherra til þessa matarskatts og hvort hæstv. ráðherra muni samþykkja að slíkur skattur verði lagður á sjúklinga. Þúsund króna skattur á dag, fyrstu tíu dagana sem sjúklingur liggur inni á sjúkrahúsi og jafnvel lagt á sjúklinga sem eru með 645 kr. á dag í sjúkradagpeninga til framfærslu frá hinu opinbera. Þeir gætu jafnvel fengið hálfa sjúkradagpeninga, rúmar 300 kr. á dag til framfærslu. Á að fara að rukka þá um þúsund krónur? Mér þætti fróðlegt að fá að vita hvort hæstv. ráðherra vill þetta. Reyndar er nauðsynlegt að fá fram hvort þetta er vilji ráðherrans og að þetta sé sá hópur sem helst sé aflögufær nú í góðærinu til að greiða kostnað af rekstri Ríkisspítalanna. Ég óska eftir því, herra forseti, að hæstv. ráðherra upplýsi okkur um það hér í þessari umræðu.