Þjónustugjöld í heilsugæslu

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 19:08:42 (3103)

1998-01-27 19:08:42# 122. lþ. 52.9 fundur 41. mál: #A þjónustugjöld í heilsugæslu# (breyting ýmissa laga) frv., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[19:08]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í fréttum hefur komið fram að stjórnendur Ríkisspítalanna hafi í sínum hugmyndum um sparnaðarráðstafanir rætt það að setja sérstakan matarskatt á sjúklinga sem leggjast inn og láta þá greiða sérstakan aðgangseyri að spítölunum. Ég þarf ekki að sjá tillögurnar til að taka afstöðu til þeirra. Mér finnst þær ekki koma til greina.

Þess vegna vil ég beina þeirri spurningu til hæstv. heilbrrh. hvort ráðherranum finnist koma til greina að leggja sérstakt fæðisgjald, matarskatt, á sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús. Finnst ráðherranum koma til greina að selja aðgang að sjúkrahúsunum, eins og heyrst hefur að stjórnendur Ríkisspítalanna séu að ræða sín í milli?

(Forseti (ÓE): Forseti vill benda á að hv. þm. var í andsvari við ræðu hæstv. ráðherra þar sem ráðherrann talaði ekki um matarskatt. Þetta hefði hentað í ræðu en ekki í andsvari. (Gripið fram í.) --- Vill kannski hv. þm. taka til máls en ekki í andsvari?)