Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 10:32:54 (3157)

1998-01-29 10:32:54# 122. lþ. 55.91 fundur 183#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[10:32]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Kl. 1.30 fer fram umræða utan dagskrár um kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Sjútvrh. Þorsteinn Pálsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa og ráðgert er að hún standi í um 45 mínútur. Ræðutími einstakra ráðherra og þingmanna verður hins vegar að öðru leyti samkvæmt þingsköpum eða tvær mínútur en málshefjanda og ráðherra fimm mínútur við upphaf umræðunnar.

Forseti vill tilkynna áður en gengið er til dagskrár að eftir viðræður við forustumenn þingflokka, svo og hæstv. samgrh., gerir forseti það að tillögu sinni að dagskrármálin, till. til þál. um langtímaáætlun í vegagerð og till. til þál. um vegáætlun 1998--2002, verði ræddar saman. Samkomulag er milli þingflokka um að ræðutími verði sem hér segir: Í 1. umferð fær ráðherra 20 mínútur, í annað sinn 15 mínútur og í 3. umferð 10 mínútur. Talsmenn þingflokka fá 16 mínútur í fyrri umferð og 8 mínútur í síðari umferð. Aðrir þingmenn fá 12 mínútur í fyrri umferð og 8 mínútur í síðari umferð. Andsvör verða leyfð eins og venjulega.

Þá er þess að geta að stefnt er að því að ljúka umræðum um dagskrármálin á þessum degi. (KHG: Verður dagurinn þá framlengdur, eða hvað?) Dagurinn getur orðið langur, já.