Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 12:06:41 (3175)

1998-01-29 12:06:41# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[12:06]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði í minni ræðu, þá stendur í mínum huga óhögguð sú óánægja sem ég lýsti ásamt öðrum hv. þm. í nefndaráliti samgn. með það að hluti markaðra tekjustofna rynni í ríkissjóð. Það hefur ekkert breyst. Hins vegar, eins og ég sagði, þá féllst ég á að afgreiða fjárlögin svona vegna þess að það blasti við að vegáætlun eða áætlun um framkvæmdir vegamála á þessu ári yrði ekki skert miðað við það sem var afgreitt á síðasta ári. Ég vona að þetta sé skýrt.

Hv. þm. spyr hvort ég sé bjartsýnn á að sú áætlun sem hér liggur fyrir gangi eftir. Ég er það reyndar. Hv. þm. stjórnarliðsins hafa samþykkt, líklega tvö síðustu ár, að skerða vegáætlun til að ná mikilvægum markmiðum í ríkisfjármálum, þ.e. að ná hallalausum fjárlögum og það er mjög mikilvægt að það takist og það höfum við margoft rætt og ég hygg að við séum sammála um það. Þessar aðgerðir voru liður í því að þau markmið næðust og þannig svara ég þessari spurningu. En ég er bjartsýnn á að þessi markmið gangi eftir sem hér eru lögð fram.