Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 12:52:15 (3187)

1998-01-29 12:52:15# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[12:52]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alls ekki það sem ég var að spyrja hæstv. ráðherra um. Ég var að tala um vöruflutninga. Ég efast ekki um að það þyrfti að endurnýja ferju fyrir fólksflutninga. Ég læt það liggja milli hluta hvort 130 manna ferja er sú stærð sem þarf að vera þarna á milli. En ég var að ræða um vöruflutninga og samkeppni í vöruflutningum á milli lands og eyjar vegna þess að ákveðið flutningafyrirtæki, Flutningamiðstöð Norðurlands, er með vöruflutningaferju milli Hríseyjar og lands. Ég er að velta fyrir mér hvort það standist samkeppnislög að ríkið fari í samkeppni við þann rekstur og hvort samkeppnisráð þurfi að koma að því máli eins og svo mörgu öðru sem hæstv. ráðherra hefur því miður verið að fást við í samgöngumálum. (Samgrh.: Ríkið á Sæfara.)