Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 15:24:34 (3218)

1998-01-29 15:24:34# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[15:24]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég átti von á öðru frá hæstv. samgrh. en að hann reyndi að snúa út úr þeim orðum sem ég viðhafði um hvað er að gerast varðandi framtíðarsýnina um hálendið, þ.e. með þjóðlendufrv. er verið að útiloka framtíðarvegagerð ef rétt er farið með úr þeirri bók sem ég vitnaði hér til, Ísland hið nýja, eftir Trausta Valsson og Birgi Jónsson. Ég ræddi ekki nokkurn skapaðan hlut um að það ætti að fara í þessa vegagerð á undan annarri heldur er ég að benda hæstv. samgrh. á að verið er að útiloka möguleikana til framhalds með þeirri aðgerð sem felst í þjóðlendufrv. og því er tekið eins og að sá sem hér stendur hafi ekki áhuga á að klára þau mál sem ég rakti upp í máli mínu sem lýtur að samgöngum á Snæfellsnesi og annars staðar á Vesturlandi. Ég legg áherslu á, eins og kom fram í ræðu minni, að áherslumálin eru eins og ég dró þau fram. Ætlar hæstv. ráðherra að segja að Alþfl. hafi ekki haft áhuga á vegagerð? Ætlar hæstv. ráðherra að segja að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson hafi ekki haft áhuga á vegagerð? Ætlar hæstv. ráðherra að segja mér að hv. fyrrv. þm., núv. sendiherra, Eiður Guðnason, hafi ekki haft áhuga á vegagerð um Vesturland? Þvílíkt bull. Hverjir stóðu að sérstöku átaksverkefni um vegagerð á síðasta kjörtímabili ef það voru ekki Alþfl. og þá Sjálfstfl. saman? Ætli það hafi ekki þurft að nugga hæstv. samgrh. til þess að fara í a.m.k. sumar þær framkvæmdir?