Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 16:38:41 (3240)

1998-01-29 16:38:41# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[16:38]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. segist gjarnan viljað hafa gert betur. Hann hafði vissulega tækifæri til að gera betur við fjárlagaumræðuna fyrir jól. Frammi lágu t.d. tillögur um aukið fjármagn til Reykjanesbrautar svo flýta mætti tvöföldun hennar. Því verki lýkur ekki fyrr en langt verður liðið á næstu öld. Hv. þm. greiddi atkvæði gegn þessum tillögum, hann var á móti því að tvöföldun Reykjanesbrautar yrði flýtt.

Út af kýtum þingmanna um fé það sem kom til lýsingar á brautinni þá fagna ég því að hún skuli hafa verið lýst upp og ég veit ekki betur en að þetta sé uppsafnað fé til Reykjanesbrautar frá síðasta kjörtímabili.