Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 17:23:37 (3255)

1998-01-29 17:23:37# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[17:23]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst hvað stendur í þessu plaggi. Þar er gert ráð fyrir 120 millj. kr. á þessu tímabili til rannsókna á jarðgöngum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að byrja á neinum jarðgöngum, hvorki á Austurlandi né annars staðar. Ég held að það sé alveg ljóst að samkvæmt allri þeirri forvinnu sem unnin hefur verið og áliti manna sem hefur birst víða í gegnum tíðina hljóti það að vera forgangsverkefni í jarðgangagerð að næstu jarðgöng komi á Austurlandi.