Rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar

Mánudaginn 02. febrúar 1998, kl. 15:50:26 (3272)

1998-02-02 15:50:26# 122. lþ. 56.3 fundur 92. mál: #A rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar# beiðni um skýrslu frá dómsmrh., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[15:50]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem kom áðan fram að ef þessi skilningur er ofan á er ljóst að Alþingi á mjög erfitt með að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna samkvæmt stjórnarskrá. Það er alveg kristaltært. Ég lagði áðan til að nefnd á vegum þingsins færi ofan í málið. Það held ég að sé alveg nauðsynlegt til þess að reyna að skýra það. Það er ekki eðlilegt að dómsmrh., sem er yfirmaður lögreglu og tengist því málinu óhjákvæmilega, birti það sem hann virðist hafa sjálfdæmi um, upplýsingar á Alþingi, og á þeim forsendum þurfi Alþingi að ræða málið. Kannski er kjarni málsins að það er illa komið fyrir Alþingi þegar það á í samskiptum við framkvæmdarvaldið og þetta er kannski enn eitt dæmi um hversu staða þess er orðin veik.