Rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar

Mánudaginn 02. febrúar 1998, kl. 16:56:42 (3282)

1998-02-02 16:56:42# 122. lþ. 56.3 fundur 92. mál: #A rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar# beiðni um skýrslu frá dómsmrh., RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[16:56]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt að fyrir þessu er löng hefð. Það hefur hins vegar gerst, m.a. á þessum vetri, að við höfum tekið þetta til umræðu hér í þingsal í kjölfar stuttrar utandagskrárumræðu. Það hefur borið á því að ráðherra, þegar hann kemur í lokaræðu sína, eigi það jafnvel til að koma með aðdróttanir sem þingmönnum finnst erfitt að sitja undir og eiga engin tök á að svara. Ég tek því undir það að mikilvægt er að forsn. ræði þetta. Ég minnist þess að hæstv. forseti Guðmundur Árni Stefánsson gaf eitt sinn þingmanni orðið eftir að ráðherra hafði lokið síðari ræðu sinni í utandagskrárumræðu og það var gagnrýnt harðlega. Þetta er ekki brot á þingsköpum heldur erum við að styðjast við hefð. Erfiðast er að þegar þingmaður hefur borið fram margar fyrirspurnir, eins og hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gert, þá óttast hún að ráðherra muni e.t.v. ekki svara þeim öllum og að stutt andsvör leyfi ekki þau skoðanaskipti sem hún kallar eftir. Sjálf hef ég aðeins kallað eftir svari við einni spurningu svo mér nægja andsvör. Þetta er vandi okkar þingmanna í umræðu sem þessari, virðulegi forseti.