Rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar

Mánudaginn 02. febrúar 1998, kl. 17:25:11 (3292)

1998-02-02 17:25:11# 122. lþ. 56.3 fundur 92. mál: #A rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar# beiðni um skýrslu frá dómsmrh., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[17:25]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Reykn. þarf ekki að brýna mig á því hversu mikilvægt það er að ganga fast fram í baráttunni gegn fíkniefnabrotum. Ég hef heldur verið gagnrýndur fyrir það að ætlast til þess af dómstólum að herða brot fyrir líkamsmeiðingar og ýmis brot sem tengjast fíkniefnabrotum þannig að ekki þarf að brýna mig í því efni. Við erum fyrst og fremst að tala um spurningar sem lúta að grundvallaratriðum í réttarskipun okkar og ég hef reynt að svara þeim samkvæmt bestu samvisku og samræmi við gildandi réttarreglur í landinu.