Rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar

Mánudaginn 02. febrúar 1998, kl. 17:28:43 (3295)

1998-02-02 17:28:43# 122. lþ. 56.3 fundur 92. mál: #A rannsókn á störfum fíkniefnadeildar lögreglunnar# beiðni um skýrslu frá dómsmrh., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[17:28]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlýt að fara fram á afdráttarlaus svör vegna þess að ef hæstv. ráðherra hyggst ekki beina þessum spurningum til lögreglustjóraembættisins finnst mér koma til greina að leggja hér fram formlega fyrirspurn til ráðuneytisins um hvort þetta hafi verið kannað því að þarna er um vítavert kæruleysi að ræða, kæruleysi sem á ekki að eiga sér stað, þetta er atburður sem á ekki að eiga sér stað. Við komumst að því vegna þess að þetta mál er tekið upp á þingi og það liggur í hlutarins eðli að við hljótum að fara fram á að það verði kannað hvort um fleiri tvilvik geti verið að ræða. Ég óska eftir því að hæstv. ráðherra gefi mér afdráttarlaus svör: Mun hann leggja fyrirspurnina fyrir lögreglustjóraembættið og birta okkur síðan þau svör sem þaðan koma?