Búnaðarlög

Þriðjudaginn 03. febrúar 1998, kl. 15:46:11 (3333)

1998-02-03 15:46:11# 122. lþ. 57.3 fundur 368. mál: #A búnaðarlög# frv., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur

[15:46]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki fróður um flórgoðann. (ÖS: Þú ert að verða það.) Í umhverfi mínu vestur í Súgandafirði sá ég hann aldrei. Þar var minkurinn kominn og fækkaði öðrum mófuglum. En hins vegar gerðist það sem mér þótti mjög slæmt í tíð Össurar Skarphéðinssonar, þáv. hæstv. umhvrh., að mikill vísindamaður sem var veiðimálstjóri lét af störfum. Ég held að það hafi verið mikill skaði fyrir það embætti að svo varð og þar með líka vitsmunalega stjórn á veiðum á mink og ref.