Minnismerki um breska sjómenn á Vestfjörðum

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 13:38:59 (3379)

1998-02-04 13:38:59# 122. lþ. 58.1 fundur 296. mál: #A minnismerki um breska sjómenn á Vestfjörðum# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., utanrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[13:38]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins taka það fram að eftir að hafa rætt við þá sem hafa sýnt þessu máli hvað mestan áhuga, tel ég allan möguleika á því að ná í þessu máli þeirri sátt sem sómi geti verið að fyrir okkur sem þjóð og alla þá sem að þessu máli standa. Ég tel enga ástæðu til annars en ætla að svo geti orðið eftir að ég hef rætt við þá sem tengjast málinu án þess að ég telji að það sé beinlínis hlutverk utanrrn. að leita sátta í svona máli, en ég tel að allir möguleikar séu á því.