Fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 14:06:17 (3390)

1998-02-04 14:06:17# 122. lþ. 58.3 fundur 380. mál: #A fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[14:06]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu máli. Við stóðum í því fyrir líklega nokkrum áratugum að berjast gegn því að þessi takmörkun væri sett og það var mjög umdeilt á þeim tíma hvort rétt væri að setja numerus clausus. Numerus clausus hefur verið við lýði alllengi og nú virðist svo komið að menn sjá fyrir læknaskort. Ég held að skýringin á þessum læknaskorti og þeim upplýsingum sem fram komu í máli hæstv. heilbrrh. hvað varðar unga lækna séu ekki síst þau kjör sem læknum hefur verið boðið upp á undanfarin ár. Ég átta mig ekki á því hvort nýgerðir samningar muni breyta þeirri stöðu að einhverju leyti en ég vona það. En það er svo margt að breytast í þessum efnum eins og fyrirspyrjandi rakti, ný fyrirtæki og auðvitað margt sem er að gerast í rannsóknum og vísindum. Ég hvet hæstv. heilbrrh. og hæstv. menntmrh. til að skoða málin af mikilli alvöru og að í það minnsta rýmka töluna þó að ég geti ímyndað mér að það muni kosta mjög mikla peninga að afnema hana með öllu en það ber að gera í áföngum.