Framhald umræðu um fæðingarorlof

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 15:54:30 (3421)

1998-02-04 15:54:30# 122. lþ. 59.92 fundur 194#B framhald umræðu um fæðingarorlof# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[15:54]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil láta það koma fram að ég vil gjarnan taka þátt í umræðunni um fæðingarorlof. Hér hef ég aðeins tækifæri til andsvars en ég er spurð ítarlegra spurninga sem ég þarf meira en fimm mínútur til að svara. Það er alveg ljóst að þótt ég klári andsvör mín er umræðunni ekki lokið. Ég vil að það komi fram þannig að það sé enginn misskilningur í því máli að það stendur ekki á ráðherra hvað varðar þetta mál, heldur eru fleiri á mælendaskrá.