Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 10:58:57 (3431)

1998-02-05 10:58:57# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[10:58]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Þjóðlendufrv. byggir á þeirri hugsun að landinu sé skipt á milli sveitarfélaga. Þar af leiðandi er ekki horfið frá þeirri stefnu í sveitarstjórnarlagafrv. Það er verið að fela óbyggðanefndinni hlutverk sem sérstakri úrskurðarnefnd var ætlað og úrskurðarnefndina þarf þá ekki að setja á fót.

Varðandi það að hér sé verið að ræða annað mál og ekki farið að tilmælum hæstv. forsrh., þá tel ég að þetta sé afsakanlegt þar sem þetta málefni hefði óhjákvæmilega dregist inn í umræðurnar og ég tel að ég hafi verið að stytta umræðurnar með því að kynna þessa brtt. nú, en ekki senda hana beint til félmn.