Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 12:17:25 (3450)

1998-02-05 12:17:25# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[12:17]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að mér sé óhætt að lýsa því yfir að þingflokkur jafnaðarmanna mun ekki taka frv. með svo ágætu innihaldi í gíslingu.

Hins vegar geri ég mér fulla grein fyrir því að með því að Alþingi ákvað á sínum tíma að skipa samvinnunefnd til að koma með skipulagstillögu, þá hafa þeir sem um þau mál hafa vélað litið svo á að ljúka ætti málinu. Öll umfjöllun um það hefur verið þannig að erfitt er fyrir Alþingi að taka á sveitarfélagamálinu. Því árétta ég enn á ný að ef Alþingi hefði fengið tækifæri til að fjalla um frv. um þjóðlendur án þess að hafa þekkinguna á því sem þegar hefur verið unnið að á bæði svæðisskipulagi og tillögum um að skipta öllum sveitarfélögum alveg upp á jökla, þá værum við öðruvísi stödd. En þetta frv. styðjum við að megininnihaldi eins og margoft hefur komið fram í máli mínu.