Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 14:05:32 (3466)

1998-02-05 14:05:32# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[14:05]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að hæstv. forsrh. hefur ekki svarað þeirri lykilspurningu sem ég beindi til hans: Með samþykki frv. forsrh. sem kveður á að stjórnsýslan á miðhálendinu skuli vera í höndum sveitarfélaga, munu þá tillögur sem nú liggja fyrir um miðhálendið fá lagastoð? Getur ráðherra staðfest það skipulag? Erum við þar með að samþykkja skipulag á miðhálendinu sem ekki byggir á stefnumörkun Alþingis í ferðamálum, orkumálum, samgöngumálum eða umhverfismálum? Eru þá nokkrir aðilar sem að miðhálendistillögu þessari hafa staðið að marka stefnu til framtíðar í þessum málaflokki?