Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 15:14:47 (3493)

1998-02-05 15:14:47# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:14]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Herra forseti. Í umræðum sem urðu áðan um stjórn forseta og þingsköp kom það fram að við erum að sjálfsögðu að ræða efni þjóðlendufrv. en ég skorast ekki undan að svara afdráttarlaust um afstöðu mína sem kom fram í bókun um sveitarstjórnarfrv. þar sem rætt var um stjórnsýslu sveitarfélaganna allt inn til miðju landsins, að þegar frv. var kynnt í þingflokki framsóknarmanna á síðasta þingi --- við erum ekki að ræða þingið fyrir jól heldur á því þingi sem var fyrr á síðasta ári --- þá bókaði ég fyrirvara um afstöðu mína um sveitarstjórnarfrv. Það er rétt hjá hv. þm.