Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:23:21 (3552)

1998-02-09 18:23:21# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:23]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég er andvíg því að stjórnvöld grípi inn í kjaradeilur með lagasetningu. Slík mál á að leysa með samningum. Ég mun greiða atkvæði gegn frv. sem hér á að taka á dagskrá. Þetta er vinnumarkaðsmál og ég vil gera þá kröfu nú þegar að hv. félmn. fái þetta mál til umsagnar. Það þarf þó afar sterk rök til að greiða atkvæði gegn því að málið verði tekið á dagskrá og þess munu afar fá dæmi í þingsögunni að slíkum beiðnum sé hafnað. Meginmálið er að frv. fái þinglega meðferð og rækilega umfjöllun í nefnd og að allir fái þar að tjá skoðun sína á málinu. Ég treysti mér ekki til að greiða atkvæði gegn afbrigðunum og greiði því ekki atkvæði.