Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:27:45 (3555)

1998-02-09 18:27:45# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:27]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Dagurinn í dag er fyrsti dagurinn þegar reynir á sjómannaverkfall því að dagurinn í dag er fyrsti dagur sem stóru bátarnir fara ekki á sjó en hefðu ella getað farið á sjó vegna helgarfrís. Þann dag, fyrsta dag verkfalls, velur hæstv. ríkisstjórn til að leggja fram frv. það sem hér er til umræðu og ætlast til að það verði tekið til afgreiðslu á Alþingi strax, áður en nokkur hagsmunaaðili hefur getað kynnt sér efni málsins. Það er erfitt fyrir alla að þurfa að þola verkfall, það er tjón fyrir þjóðarbúið. Hvað segir hæstv. ríkisstjórn um þá sjómenn sem hún er nú að dæma með þessum frumvarpsflutningi til að sætta sig við einn fjórða af þeim aflahlut sem sjómenn eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum. Hvaða tjón er það, virðulegi forseti, fyrir þá sjómenn og fjölskyldur þeirra? Ég segi nei.