Niðurstaða atkvæðagreiðslu um afbrigði

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:43:40 (3563)

1998-02-09 18:43:40# 122. lþ. 62.93 fundur 207#B niðurstaða atkvæðagreiðslu um afbrigði# (aths. um störf þingsins), VE
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:43]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Þessi fýla í stjórnarandstöðunni sem hefur komið fram í atkvæðagreiðslunni kostar að sjálfsögðu stórfé og ég held að það væri öllum fyrir bestu að Alþingi fengi að takast á við málið efnislega. Mér fannst áðan í ræðum tveggja hv. þingmanna stjórnarandstöðunnar, m.a. ræðu hv. formanns sjútvn., að eitthvað aðeins væri að léttast á honum brúnin í sambandi við málið. Ég spyr hvort ekki sé hægt að boða fund þegar að loknum þessum fundi og byrja að takast á um þetta mál.