Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 17:00:08 (3616)

1998-02-10 17:00:08# 122. lþ. 63.1 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[17:00]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Fyrir nokkrum árum var sett á laggirnar Samkeppnisstofnun eftir að samkeppnislög höfðu verið samþykkt. Og fólkið í landinu hefur verið að upplifa það að þessi stofnun hefur verið því vörn gegn einokun ýmissa fyrirtækja og gegn rangsleitni og mismunun sem borgararnir hafa orðið fyrir jafnvel af hálfu stofnana. Þetta er stofnun, herra forseti, sem bæði gætir jafnréttis einstaklinga og fyrirtækja. Mig langaði þess vegna til þess að vita hvort það var misheyrn eða hvað, þegar hæstv. félmrh. sagði héðan úr ræðustól áðan að honum þætti Samkeppnisstofnun hafa of mikla fjármuni.