Viðvera ráðherra

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 17:16:29 (3625)

1998-02-10 17:16:29# 122. lþ. 63.89 fundur 209#B viðvera ráðherra# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[17:16]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það er ekki nóg með að menn séu búnir að leggja mikla vinnu í frv. heldur er verið að fjalla um málefni tæplega 5 þús. Íslendinga sem eru án atvinnu. Hér er verið að fjalla um málefni atvinnulausra og mér finnst stefna ríkisstjórnarinnar koma berlega fram í fjarveru hennar nú. Í gær voru hér til umfjöllunar lög sem banna verkfall sjómanna. Þá var hvert einasta sæti í þingsalnum skipað. Nú er verið að ræða málefni atvinnulausra Íslendinga. Hér í fundarsalnum er ekki einn einasti hæstv. ráðherra og ekki einn einasti stjórnarþingmaður. Þetta er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Þetta er nöturleg stefnuyfirlýsing og nöturleg stefna.