Túlkun þingskapa

Miðvikudaginn 11. febrúar 1998, kl. 14:12:24 (3657)

1998-02-11 14:12:24# 122. lþ. 64.93 fundur 212#B túlkun þingskapa# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[14:12]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hafði þegar sagt að hann tæki sér þann tíma sem hann teldi sig þurfa til að kveða upp umbeðinn úrskurð og hann verður ekki kveðinn upp hér á staðnum. Til þess þarf forseti að fara yfir þær umræður, útskrift af þeim umræðum sem hér hafa farið fram. En hann mun hitta þingflokksformenn á eftir, þó ekki fyrr en upp úr hálfþrjú.

Hv. 4. þm. Vestf. hefur kvatt sér hljóðs til þess að bera af sér sakir.