Ólympískir hnefaleikar

Miðvikudaginn 11. febrúar 1998, kl. 15:34:42 (3687)

1998-02-11 15:34:42# 122. lþ. 64.9 fundur 433. mál: #A ólympískir hnefaleikar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi KHG
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[15:34]

Fyrirspyrjandi (Kristinn H. Gunnarsson):

Herra forseti. Á 117. löggjafarþingi var flutt till. til þál. um ólympíska hnefaleika. Í tillögunni var lagt til að skipuð yrði nefnd sem aflaði upplýsinga um keppnisreglur, slysatíðni miðað við aðrar ólympískar íþróttagreinar og með hvaða skilyrðum ólympískir hnefaleikar eru leyfðir erlendis. Alþingi afgreiddi þessa tillögu með nefndaráliti þar sem lagt var til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Í nefndarálitinu segir, með leyfi forseta:

,,Menntamálanefnd tekur ekki afstöðu til efnis tillögunnar en telur rétt að í menntamálaráðuneytinu verði aflað upplýsinga um þau atriði sem tilgreind eru í tillögunni þannig að unnt verði að taka vel ígrundaða ákvörðun um hvort ástæða sé til að leyfa iðkun ólympískra hnefaleika hér á landi.``

Í framhaldi af þessu hef ég leyft mér að bera fram eftirfarandi fyrirspurn á þskj. 758 til hæstv. menntmrh.:

Hvað líður athugun á máli því sem Alþingi vísaði til ríkisstjórnarinnar 23. febrúar 1995 varðandi keppnisreglur, slysatíðni miðað við aðrar ólympískar íþróttagreinar og með hvaða skilyrðum ólympískir hnefaleikar eru leyfðir erlendis?

Í lögum nr. 92/1956 eru hnefaleikar bannaðir. Í 1. gr. þeirra laga segir, með leyfi forset:

,,Bönnuð er öll keppni eða sýning á hnefaleik.``

Í framhaldi af því vil ég bera fram eftirfarandi fyrirspurn til hæstv. menntmrh.:

Telur ráðherra að bann við sýningum á hnefaleikum nái til sýninga í sjónvarpi, í tölvu eða á internetinu og ef svo er, hvernig hyggst ráðherra framfylgja banninu?