Túlkun þingskapa

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 10:38:42 (3709)

1998-02-12 10:38:42# 122. lþ. 66.91 fundur 216#B túlkun þingskapa# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[10:38]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Það voru hörð pólitísk átök í þingsal sl. mánudag. Það var réttur þingmanna að ganga til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan nýtti sér þann rétt. Alþingi á að bera pólitíska ábyrgð gagnvart framkvæmdarvaldinu sé um átök að ræða. Forseti hefur úrskurðað í þessu máli. Ég er sátt við úrskurð forseta og mun hér eftir sem hingað til taka þátt í að aðlaga þingsköpin að nútíðinni og að sjálfstæði Alþingis eins og við viljum hafa það.