Reglur um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 13:57:26 (3753)

1998-02-12 13:57:26# 122. lþ. 66.3 fundur 251. mál: #A reglur um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[13:57]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að staðið geti misjanflega á verkum í ráðuneytum og það sé eðlilegt að menn sem hafa verið að vinna að vandasömum verkefnum, afleysingamennirnir, fái tækifæri til að ljúka þeim ef svo vill verkast. En réttur hins, þess sem fór og kemur aftur, skerðist að sjálfsögðu ekki við það til neinnar frambúðar. Við nánari athugun hygg ég að þetta sé málefni sem stjórnarfarslega heyri frekast undir fjmrn. samkvæmt reglugerðinni um Stjórnarráðið og þar af leiðandi væri líklega réttast að það færi til efh.- og viðskn.