Íþróttalög

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 12:16:26 (3823)

1998-02-13 12:16:26# 122. lþ. 67.3 fundur 447. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[12:16]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir hv. þm. um það hróplega misrétti sem er í íþróttahreyfingunni, bæði varðandi laun þjálfara kvennaflokka í samanburði við karlaflokka og almennt um fjármagn til kvennaíþrótta. Á nýafstaðinni ráðstefnu um heilbrigði kvenna veitti Vanda Sigurgeirsdóttir upplýsingar sem voru mjög sláandi og vöktu almenna reiði ráðstefnugesta. Það er svo sannarlega athyglisvert að fyrsti heimsmeistari okkar í íþróttum skuli vera kona, Vala Flosadóttir, þrátt fyrir það að aðeins örlítið fjármagn af því sem Íslendingar hafa veitt til íþrótta hafi farið til kvenna. Þessu verður að breyta og ég vona að þetta frv. verði til þess.