Fæðingarorlof

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 15:26:13 (3849)

1998-02-13 15:26:13# 122. lþ. 67.6 fundur 265. mál: #A fæðingarorlof# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[15:26]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. spyr um það hvernig þessi hópur sem starfar innan ráðuneytanna muni vinna. Þessi hópur er að móta næstu skref. Við fullgiltum hér fyrir nokkrum dögum foreldraorlof og það sem félmrn. hefur lagt fram kemur mjög inn á foreldraorlof, tillögu um fullgildingu á foreldraorlofi. Það er því mjög mikilvægt að félmrn. komi þarna að og eins fjmrn. því að næstu skref kosta töluvert mikla peninga og því meiri eftir því sem við tökum fleiri skref. Þessi mál verða ávallt samningsatriði, líka á vinnumarkaðnum. Við munum því aldrei geta lokið þessu máli án þess að kalla aftur til þá fulltrúa sem voru í fyrri nefndinni og þá er ég að tala um fulltrúa launþega og atvinnurekenda. Á seinni stigum kemur að sjálfsögðu til kasta stjórnarandstöðunnar varðandi þessi mál. Það er lýðræðislegt. En þar sem þessir mikilvægu aðilar, launþegar í landinu, hafa ekki getað komið sér saman um stefnuna verður það að fara fram innan ráðuneytanna áður en lengra er haldið.

Varðandi önnur atriði fyrirspurnar hv. þm. um Evrópska efnahagssvæðið og tilskipanir þeirra, þá hef ég farið ítarlega yfir lögfræðiálit sem ég tel að hafi verið fullnægjandi svar.