Heimsmet Völu Flosadóttur

Mánudaginn 16. febrúar 1998, kl. 15:27:23 (3875)

1998-02-16 15:27:23# 122. lþ. 68.1 fundur 224#B heimsmet Völu Flosadóttur# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 122. lþ.

[15:27]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Varðandi spurninguna um stefnumörkun í afreksíþróttum og afstöðu til afreksmanna í íþróttum þá er þess að geta að í framhaldi af skýrslu um eflingu íþróttastarfs sem var lögð fram í desember sl., hefur menntmrn. gengið til samstarfs við íþróttahreyfinguna um mótun stefnu að því er varðar þátttöku í afreksmannasjóði ÍSÍ eða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ég vænti þess að niðurstaða fáist í því máli og menn komist að niðurstöðu um það og átti sig þá á því hvernig með sameiginlegu átaki íþróttahreyfingarinnar, ríkisvaldsins og almennings verði unnt að efla afreksmannasjóðinn.

Að því er varðar hin miklu afrek Völu Flosadóttur þá er rétt að þau hafa verið mikil og eftirtektarverð. Þau minna okkur á mikilvægi þess að efla hlut kvenna í íþróttum og af hálfu menntmrn. liggja einnig fyrir tillögur um það hvernig unnt sé að standa að því.

Varðandi sérstakan virðingarvott við Völu Flosadóttur vil ég láta þess getið að ég hef boðið henni hingað til landsins og hún mun koma hingað að kvöldi 3. mars og verður hér í eina viku í boði menntmrn. ásamt þjálfara sínum þannig að við munum sýna henni þann sóma sem við getum á þeim tíma.