Uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi

Mánudaginn 16. febrúar 1998, kl. 17:27:32 (3894)

1998-02-16 17:27:32# 122. lþ. 68.92 fundur 220#B uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi# (umræður utan dagskrár), JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 122. lþ.

[17:27]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég hef kynnst hæstv. dómsmrh. það vel í gegnum árin að ég sé alltaf þegar honum líður illa og hann veit upp á sig sökina. Þannig var því farið nákvæmlega í þessu tilviki vegna þess að þetta er auðvitað útúrsnúningur hjá hæstv. ráðherra að ég hafi verið að segja að ríkissjóður hefði átt að kaupa skuldabréf til 20 ára.

Ég er fyrst og fremst að gagnrýna að ekki hafi verið virk hagsmunagæsla á þessu uppboði. Auðvitað er ljóst að fjárnám, eins og gert var, er tryggingaraðgerð eða veð fyrir greiðslu skulda og ekki hægt að beina afborgun af skuldabréfum til nokkurs annars en þess sem er með vörslu skuldabréfanna, þ.e. innheimtumanns ríkissjóðs. Ég sagði að það hefði betur verið gert. Auðvitað hefði átt að fresta uppboðinu þegar fyrir lá tilboð upp á 50 þús. Þá hefði afborgunin í febrúar gengið til þess sem var með fjárnámið, til ríkissjóðs, og ef sú afborgun hefði ekki verið greidd, þá hefði verið hægt að ganga að fyrirtækinu. Hér er enginn að tala um kaup á skuldabréfinu. Ég margfór yfir það í mínu máli. En hæstv. dómsmrh. líður illa í þessu máli og ég skil hann vel.