Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 14:27:25 (3920)

1998-02-17 14:27:25# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[14:27]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru fullkomnir útúrsnúningar. Ég ætla að víkja að því af því ráðherrann talar um dylgjur. Hér hefur þingmaður jafnaðarmanna, Lúðvík Bergvinsson, flutt mjög faglega ræðu sem inngangsræðu að utandagskrárumræðunni. Hins vegar dregur ráðherrann það fram að varaþingmaður Alþfl. eigi heimildarmenn í undirheimum, það er ráðherra dómsmála sem segir að þingmenn jafnaðarmanna hlusti á framburð glæpamanna fremur en saksóknara, og það er dómsmrh. sem dregur fram einhvers konar hliðstæðu í þessu máli við mál sem hafi snúið að Ólafi heitnum Jóhannessyni. Ég hlýt að spyrja, virðulegi forseti: Hver er það sem er með dylgjur í ræðustól Alþingis?