Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 14:35:26 (3925)

1998-02-17 14:35:26# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[14:35]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Sú var tíð að ritstjórar dagblaða voru gjarnan þingmenn og dagblöðin nátengd stjórnmálaflokkunum. Svo leið þetta undir lok. En nú vill svo til að einn af þingmönnum Alþfl. er jafnframt ritstjóri DV. Ég get ekkert að því gert þó að sú aðstaða sé uppi. En hann er jafnt þingmaður Alþfl. þegar hann situr á þingflokksfundum og þegar hann er í sínu starfi. Hann er ekki bara þingmaður Alþfl. stundum og stundum ekki. Þessi er aðstaðan og ég get ekkert að því gert þó að aðstaðan sé þessi. Bæði er honum frjálst og eigendum þess blaðs að ákveða þá skipan mála. En ég benti aðeins á ákveðna staðreynd í þessu máli og hún liggur fyrir. Í því er engin aðdróttun. Það er bara staðreynd sem hér liggur fyrir (Gripið fram í.) og menn verða svo auðvitað að meta ... Nei, hv. þm. Ég er ekki glaður yfir henni.