Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 18:18:36 (3955)

1998-02-17 18:18:36# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[18:18]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að ítreka leiðréttingu á þeim misskilningi sem fram hefur komið hjá hv. þm. sem ekki hefur gert greinarmun á dómi og reynslulausn. Hér liggur fyrir yfirlýsing frá prófessornum í refsirétti um að það hafi að öllu leyti verið farið að lögum við reynslulausnina. Í skýrslu hefur ríkissaksóknari komist að þeirri niðurstöðu að enginn lögreglumaður hafi gerst brotlegur við hegningarlög eða brotið af sér í opinberu starfi. Þetta eru þær staðreyndir sem hv. þm. hefur fyrir sér.

Hv. þm. getur reynt að koma einhverju öðru að sem ekki byggir á staðreyndum. Það byggir á útúrsnúningum.