Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 18:22:09 (3958)

1998-02-17 18:22:09# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[18:22]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta svar dugar ekki vegna þess að umræddar dylgjur komu fram fyrr í dag, hæstv. dómsmrh. Eins og lýsti hér áðan þá hef ég aldrei, frá því að ég kom á þing, heyrt aðra eins orðræðu og þá. Ég krefst þess, af því að sá er hér stendur átti frumkvæðið að því að þetta mál væri tekið til umræðu, að bent verði á a.m.k. eina af þeim dylgjum sem ég á að hafa haft um embætti hæstv. dómsmrh. svo ég gæti a.m.k. svarað fyrir mig.