Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 18:51:40 (3970)

1998-02-17 18:51:40# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[18:51]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það kann rétt að vera hjá hæstv. ráðherra að við verðum seint sammála um þetta. En mér er óskiljanlegt hvernig þetta frv. á að leiða til að frekari samningar náist. Ég mundi álykta alveg öfugt, að með því að vera búinn að tryggja sjúklingunum einhvern tíma í framtíðinni, einhvern tíma langt úti í blámanum, að þeir fengju þetta greitt, þá gætu læknar haldið áfram aðgerðum þeim mun lengur. Ég lít þannig á að ef áhrif frv. eru einhver, eru þau helst til að lengja deiluna, ekki til að stytta hana.