Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:22:40 (3981)

1998-02-17 19:22:40# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:22]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að hv. þm. sé sammála þeim markmiðum sem við setjum okkur og við ætlum ekki að hvika frá þeim markmiðum. Það er nú einu sinni samábyrgð okkar, og þá er ég að tala um heilbrigðisstarfsmenn og löggjafann, að búa þannig um hnútana að það sé jafn aðgangur og jafn réttur sjúklinga. Ef við hvikum frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, þá erum við ekki í góðum málum, eins og þar stendur.