Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:26:17 (3985)

1998-02-17 19:26:17# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:26]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég túlka svar hæstv. ráðherra á þann veg að hún sé tilbúin að skoða málin ef hún nái ekki samningum við alla lækna. Við vitum að það eru ekki allir læknar á Íslandi á samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Það er því ekki ólíklegt að það geti komið upp að einhverjir semji ekki við stofnunina. Ég get ekki túlkað svar hæstv. ráðherra við spurningu minni öðruvísi en svo að hæstv. ráðherra sé tilbúin að skoða hvernig hægt er að koma til móts við þessa sjúklinga sem hafa þurft að bera allan kostnað og munu ekki fá neina endurgreiðslu ef þetta frv. verður samþykkt óbreytt, hvort hún sé tilbúin að skoða það ef sú staða kemur upp að þeir standi uppi með allan kostnaðinn.