Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:29:10 (3988)

1998-02-17 19:29:10# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:29]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Aðeins örstutt. Þetta var kjarni málsins sem kom fram í máli hv. þm. Margrétar Frímannsdóttur. Og enn einu sinni þurfum við að fá svör frá hæstv. ráðherra í umræðunni við þeim spurningum. Hvernig standa þeir sjúklingar eftir að heildarsamningum er náð ef læknarnir þeirra eru ekki á samningi við Tryggingastofnun? Munu þeir verða látnir bera allan kostnað eða er hæstv. ráðherra tilbúinn að koma til móts við þá? Svo einfalt er það.

Það kemur ekki fram í frv. hvort þeir muni standa uppi með allan kostnaðinn ef frv. verður samþykkt eins og það er. Þess vegna þurfa að koma svör frá hæstv. ráðherra um þetta mál núna.