Flutningur húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 13:41:22 (3993)

1998-02-18 13:41:22# 122. lþ. 70.1 fundur 345. mál: #A flutningur húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[13:41]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn og ráðherra fyrir svörin. Ég tel að við breytingar á húsnæðislánakerfinu beri að hafa í huga að það raski ekki hag núverandi lántakenda og allir flutningar og breytingar á kerfinu verði að miðast við það. Einnig þurfa breytingarnar að færa kerfið í betra horf. Það þarf að bæta hag væntanlegra lántakenda. Aðgengi lántakenda að kerfinu þarf að aukast og þjónustan við þá að batna. Þegar ég tala um aðgengi lántakenda að kerfinu á ég við að ef það verður flutt til bankanna, þá batnar auðvitað aðgengi lántakenda úti á landsbyggðinni.

Þegar um svo sérhæfða og tiltölulega örugga lánastarfsemi eins og er í húsnæðiskerfinu, á að vera hægt að reka þetta á ódýrar en almenna bankakerfið. Þetta er hagkvæm lánastarfsemi.