Öldrunardeildin Ljósheimar á Selfossi

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 14:49:15 (4022)

1998-02-18 14:49:15# 122. lþ. 70.5 fundur 398. mál: #A öldrunardeildin Ljósheimar á Selfossi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[14:49]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Mér er vel kunnugt um aðstæður allar á Ljósheimum. Ég fór þangað í heimsókn fyrir nokkru. Eftir það skipaði ég nefnd, eins og ég sagði í fyrri ræðu minni, sem á að gera úttekt á þörfinni og hversu stórt húsnæði þyrfti til framtíðar fyrir langlegusjúklinga á Suðurlandi.

Vegna þess að hv. þm. vitnaði í Halldór Kiljan Laxness varðandi þá byggingu sem verið er að reisa í Hveragerði, en þar er einnig verið að byggja hjúkrunarheimili og aðeins 10 mínútna akstur á milli Selfoss og Hveragerðis, þá fannst mér rétt að minna á að þar er mikil uppbygging í gangi fyrir eldri borgara en ég sagði það jafnframt í ræðu minni að það muni ekki uppfylla þá þörf sem er á Suðurlandi. Og það er þess vegna sem undirbúningur er þegar hafinn í heilbrrn. varðandi nýframkvæmdir við hjúkrunarheimili á Selfossi.