Greiðslur í fæðingarorlofi

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 15:15:06 (4032)

1998-02-18 15:15:06# 122. lþ. 70.7 fundur 457. mál: #A greiðslur í fæðingarorlofi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[15:15]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Texti 43. gr. laganna um almannatryggingar er alveg skýr að okkar mati eins og fram kom í fyrri ræðu minni.

Hv. þm. Guðrún Helgadóttir spurði hvort atvinnuleysisbætur féllu niður hjá konu á atvinnuleysisbótum sem fengi fæðingarorlof. Þær falla niður þannig ... (GHelg: Ég spurði hvort kona á atvinnuleysisbótum fengi jafnframt umönnunarbætur.) Ég þori ekki að fara nákvæmlega með það. Það er ekki á mínu borði í mínu ráðuneyti, heldur á borði félmrn. en ég skal kynna mér það og kynna síðan þinginu því mikilvægt er að ljóst sé hvernig þeim málum er háttað. En það er skýrt að sá sem er á atvinnuleysisbótum missir þær um leið og fæðingarorlofið kemur til og það er á mínu borði.

Eins og kom fram í fyrri ræðu minni eru nokkrir þættir í endurskoðun þar sem viss skörun er og Tryggingastofnun er að vinna að tillögum til heilbrrn. þar að lútandi, en ég endurtek að samkvæmt 43. gr. laganna er textinn skýr.