Bifreiðakaupastyrkir fyrir hreyfihamlaða

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 15:25:36 (4035)

1998-02-18 15:25:36# 122. lþ. 70.8 fundur 461. mál: #A bifreiðakaupastyrkir fyrir hreyfihamlaða# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁÞ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[15:25]

Ásta B. Þorsteinsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fyrir þessa fyrirspurn. Ég hef eina stutta spurningu til hæstv. ráðherra og hún er á þessa leið: Telur ráðherra það vera í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að binda akstur hreyfihamlaðra við 70 ára aldur á meðan ófötluðum er heimilt að aka bifreið allt þar til læknir metur þá óhæfa sökum heilsubrests?