Brunavarnir í Hvalfjarðargöngum

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 15:40:46 (4042)

1998-02-18 15:40:46# 122. lþ. 70.9 fundur 400. mál: #A brunavarnir í Hvalfjarðargöngum# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[15:40]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það sem áður kom fram í svari mínu. Ég árétta þó að félmrn. fjallaði um málið áður í þessu ferli og komst að þessari niðurstöðu. Á þeim viðhorfum er engin breyting. Lög um brunavarnir og brunamál hljóta að gilda um brunavarnir í Hvalfjarðargöngunum.

Ég árétta einnig að samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum nýjastar frá brunamálastjóra séu allar líkur á að fullkomin samstaða náist og auðvitað er það besta úrlausnin. Mikilvægt er að eins vel og tryggilega sé unnið að brunavörnum í þessu mannvirki og öðrum. Ef farið verður að settum reglum mun ekki þörf fyrir neinar stjórnvaldsaðgerðir.

Varðandi hið fyrra svar, hlýtur það að vera ljóst að umhvrh. mun þurfa að hafa afskipti af málunum ef samkomulag næst ekki.