Löggæsla í austurhluta Reykjavíkur

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 16:36:23 (4070)

1998-02-18 16:36:23# 122. lþ. 70.14 fundur 439. mál: #A löggæsla í austurhluta Reykjavíkur# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[16:36]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Lögreglan hefur, eins og fram hefur komið, lagt mjög ríka áherslu á að auka starf sitt í hverfunum. Stefna dómsmrn. og lögreglunnar í Reykjavík hefur verið að að auka hverfalöggæslu. Það hefur verið gert með auknum mannafla, bættri aðstöðu og ákvörðun um að áfram verði hverfalöggæslumaður í fullu starfi í Árbæjarhverfinu.

Jafnframt er verið að vinna að endurskoðun á heildarskipulagi lögreglunnar í Reykjavík sem ég tel að hafi að mörgu leyti mótast á grundvelli gamalla hugmynda og aðstæðna. Nú eru aðstæður aðrar en áður voru og því verður að horfa til þess að við þessar breytingar kunni að þurfa að hnika einhverju sem lengi hefur verið í föstu formi. Það kann að vera nauðsynlegt til að geta tekið með skilvirkari og markvissari hætti á nýjum verkefnum.

Því miður er oft skortur á skilningi á því að þegar nýr tími og ný verkefni kalla, þá þarf gjarnan að endurskoða eitthvað sem verið hefur í föstu fari um langan tíma og miðast við gamlar aðstæður. Ég vonast til að þessar umræður geti þá a.m.k. aukið skilning á því hér á hinu háa Alþingi að slíkar breytingar eru óhjákvæmilegar þegar lögreglan þarf að mæta nýjum aðstæðum.