Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 19. febrúar 1998, kl. 12:15:14 (4082)

1998-02-19 12:15:14# 122. lþ. 72.4 fundur 359. mál: #A eignarhald og nýting á auðlindum í jörðu# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 122. lþ.

[12:15]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Engin átök hafa verið í Alþfl. eða þingflokki jafnaðarmanna um þessi mál. Við höfum alltaf verið sammála og samstiga um skoðun okkar á því, líka um það að falla ekki frá henni og aðhyllast niðurstöður Sjálfstfl. en það hefur einmitt gerst í Framsfl. Framsfl. hefur fram að þessu, eða a.m.k. forustumenn hans, verið þeirrar skoðunar að varðveita sjálfstæða skoðun Framsfl. í auðlindamálunum sem hefur til þessa verið sú að þjóðin eigi Ísland saman. Nú hefur Framsfl. hins vegar skipt um skoðun og gengið til liðs við Sjálfstfl., leyst deilurnar í ríkisstjórninni með því að gera stefnu Sjálfstfl. í auðlindamálunum að sinni.