Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 23. febrúar 1998, kl. 16:36:25 (4150)

1998-02-23 16:36:25# 122. lþ. 73.9 fundur 189. mál: #A stjórn fiskveiða# (handfæraveiðar, veiðiskylda, krókaveiðar o.fl.) frv., 236. mál: #A stjórn fiskveiða# (brottfall laga) frv., 252. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (Hafrannsóknastofnun o.fl.) frv., 263. mál: #A ráðstafanir í sjávarútvegsmálum# (breyting ýmissa laga) frv., 269. mál: #A áhrif veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins# þál., 308. mál: #A rannsókn á áhrifum dragnótaveiða# þál., 487. mál: #A stjórn fiskveiða# (frysti- og vinnsluskip) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 122. lþ.

[16:36]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. síðasta ræðumanns um réttlæti þess að horfa í að þeir sem hætti útgerð fái greitt fyrir sínar aflaheimildir, þá skil ég ekki réttlætið í því að þeir sem notið hafa gjafakvóta, t.d. frá árinu 1983, og ákveða að hætta núna, geti stokkið út úr kerfinu með fleiri milljónir eða milljarða kr. í vösunum. Á meðan þyrftu þeir sem verið hafa í útgerð í 3 ár að kaupa sig inn í kerfið. Ég skil ekki það réttlæti sem þarna á að vera að baki.

Ég vil jafnframt nota tækifærið og endurtaka spurningu til hæstv. dómsmrh., sem ég bar fram út af máli mínu áðan, um það hvort ríkisstjórnin fyrirhugar á næsta ári að flytja frv. til stjórnarskrárlaga um að fiskstofnarnir í hafinu verði sameign þjóðarinnar eins og stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir.