Hollustuhættir

Þriðjudaginn 24. febrúar 1998, kl. 15:08:57 (4173)

1998-02-24 15:08:57# 122. lþ. 74.9 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 122. lþ.

[15:08]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Hv. þm. Hjörleifur Guttormsson orðaði það svo að það mætti heyra af hálfu þess sem hér stendur ákveðið undirspil við nefndarálit minni hlutans. Ég reikna með að hann sé þar að vitna í 8. tölulið í nefndaráliti minni hlutans sem ber yfirskriftina: Ótraustur grunnur undir gjaldskrár. Það er rétt að þar er að finna athugasemdir sem snerta sama atriði og ég gerði að umtalsefni. En ég verð að gera þá athugasemd við þessa athugasemd hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar að ég tel ekki að þarna hafi verið um undirspil af minni hálfu að ræða. Ég kom fram með þessar athugasemdir í nefndinni og gerði það öðrum mönnum fremur þannig að ef einhverjir vilja spila undir með mér í þessum efnum --- og það er í þessu tilfelli hlutverk minni hlutans --- þá er það velkomið. En ef menn vilja hafa það sem satt er og rétt, þá er ekki um undirspil í þessum málum að ræða af minni hálfu.